Færsluflokkur: Bloggar
1.7.2010 | 18:38
ÞAÐ ER AÐ BRESTA AAAAAÁÁÁÁ!!!!!!! ÆTTARMÓT AAAAAALDARINNNARR.
Við í nefndinni erum búinn að ákveða eitt gjald fyrir þáttöku í mótinu tið að dekka kostnað við aðstöðu og máltíð á laugardagskvöldið.
Gjaldið er 2500 Kr fyrir alla 12 ára og eldri en frítt fyrir yngri.
Við viljum vinsamlegast biðja fólk að leggja 2500kr inn á reikning fyrir mótið (Reikningsnúmer hér að neðan) sem fyrst til þess að auðvelda fyrir innkaupum á efni fyrir Laugardagsmáltíðina.
Vinsamlegast skráið kennitölu greiðanda í skýringu til að auðvelda fyrir að fynna út hverjir eru búnir að greiða.
Reikningsnúmer 1175-05-763397 og kennitala 020481-2939
Reikningseigandi Elís Pétur Elísson
Þegar komið er á staðinn mun ég síðan afhenda fólki "Dinnermiða" fyrir þá sem búnir eru að greiða gjaldið sem fólk mun síðan láta aftur af hendi á laugardagskvöldið við máltíðina.
Matseðillinn er mjög einfaldur. Einfaldlega Íslenskt Lambalæri með Öllu tilheirandi.
Við viljum þó benda á að fólk þarf að taka með sér öll drykkjarföng, það er að segja ef planið er að skola herlegheitunum niður með eitthverjum veigum;0))
Þeir sem ekki sjá sér fært að borga inná reikninginn áður en á staðinn er komið skulu eigi örvænta heldur fynna eitthvern úr mótsnefndinni sem síðan mun koma mér í samband við viðkomandi og vonandi leysa málið.
Fyrir hönd ættarmótsnefndar
Elís Pétur Elísson gjaldkeri 8609905
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2010 | 18:38
ÞAÐ ER AÐ BRESTA AAAAAÁÁÁÁ!!!!!!! ÆTTARMÓT AAAAAALDARINNNARR.
Við í nefndinni erum búinn að ákveða eitt gjald fyrir þáttöku í mótinu tið að dekka kostnað við aðstöðu og máltíð á laugardagskvöldið.
Gjaldið er 2500 Kr fyrir alla 12 ára og eldri en frítt fyrir yngri.
Við viljum vinsamlegast biðja fólk að leggja 2500kr inn á reikning fyrir mótið (Reikningsnúmer hér að neðan) sem fyrst til þess að auðvelda fyrir innkaupum á efni fyrir Laugardagsmáltíðina.
Vinsamlegast skráið kennitölu greiðanda í skýringu til að auðvelda fyrir að fynna út hverjir eru búnir að greiða.
Reikningsnúmer 1175-05-763397 og kennitala 020481-2939
Reikningseigandi Elís Pétur Elísson
Þegar komið er á staðinn mun ég síðan afhenda fólki "Dinnermiða" fyrir þá sem búnir eru að greiða gjaldið sem fólk mun síðan láta aftur af hendi á laugardagskvöldið við máltíðina.
Matseðillinn er mjög einfaldur. Einfaldlega Íslenskt Lambalæri með Öllu tilheirandi.
Við viljum þó benda á að fólk þarf að taka með sér öll drykkjarföng, það er að segja ef planið er að skola herlegheitunum niður með eitthverjum veigum;0))
Þeir sem ekki sjá sér fært að borga inná reikninginn áður en á staðinn er komið skulu eigi örvænta heldur fynna eitthvern úr mótsnefndinni sem síðan mun koma mér í samband við viðkomandi og vonandi leysa málið.
Fyrir hönd ættarmótsnefndar
Elís Pétur Elísson gjaldkeri 8609905
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2010 | 18:53
Upplýsingar varðandi gistingu á ættarmótinu
Komiði sælir kæru ættingjar og áhangendur eða hvað maður nú segir, jæja þið skiljið mig. Fyrir þá sem ekki hafa hala á hjólum eða tjald (sem vonandi enn finnast, vona að Áslaug ein úr ættinni eigi sitt enn frá því á síðasta móti) þá er möguleiki á gistingu mjög nálægt. Hægt er að fá gistingu í Gaulverjaskóla en ég mæli með að þið pantið sem allra fyrst allar frekari upplýsingar má nálgast á vef þeirra http://south-hostel.is/
Síðan er möguleiki á að hafa samband við Hótel Selfoss http://www.selfosshotel.is/
Ef þið lendið í einhverjum vandræðum að finna gistingu þá viljum við vinsamlegasta biðja ykkur að hafa samband við okkur nefndina.
Í Þjórsárveri er einnig pláss fyrir 15 manns í gistingu í svefnpokaplássi og getið þið haft samband þangað til að bóka þar síminn er 8982554.
Fyrir hönd nefndarinnar Ragna Valdís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2010 | 16:47
Bréf til ykkar frá nefndinni
Nú í sumar eru sex ár liðin frá því síðasta ættarmót var haldið á Melsgili í Skagafirði og heppnaðist það mjög vel. Hefð hefur verið fyrir því að halda ættarmót á fimm ára fresti og því hefur farið fram töluverð vinna að finna hentugan stað sem uppfyllir allar þarfir okkar og á hæfilegu verði. Þó hefur tekist að finna mjög góðan stað sem við vonum að allir geti sætt sig við.
Þjórsárver hefur orðið fyrir valinu, helgina 9-11. júlí 2010, og höfum við látið taka frá fyrir okkur tjaldstæðið og félagsheimilið. Aðstaða er til fyrirmyndar í friðsælu umhverfi.
Meðal annars er mjög gott eldhús með öllum búnaði og útisvæði með grillum, leiktækjum og boltavöllum.
Verð á mótinu miðast við fjölda en mun ekki fara upp fyrir kr 3000 kr á mann, frítt fyrir 12 ára og yngri. Vonandi verður hægt að hafa verðið lægra. Innifalið í því er öll aðstaða á tjaldsvæðinu og aðgangur að félagsheimilinu frá föstudegi til sunnudags og sameiginleg máltíð á laugardagskvöldinu.
Við vonum að þú kæri ættingi og þín fjölskylda takið helgina frá og sjáið ykkur fært að mæta og eiga góða stund með góðu fólki. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að láta vita á póstfangið brekka1890@yahoo.com fyrir 15. apríl eða hringja í nefndina.
Nánari dagskrá verður birt á heimasíðu brekkuættar www.brekka.blog.is þegar nær dregur. Við viljum biðja þau sem hafa aðgang að tölvu og interneti að vera dugleg að miðla upplýsingum með öðrum sem og vera virk með okkur á heimasíðunni.
Bestu kveðjur til ykkar allra,
ættarmótsnefndin
Guðmundur Ingi Einarsson s: 483-1543
Ragna Valdís Elísdóttir s: 490-1504 ragnav@mi.is
Sigurrós María Guðmundsdóttir s: 865-7037 sigurrosm@simnet.is
Sigrún Benediktsdóttir
Elís Pétur Elísson elispetur@yahoo.com
Bloggar | Breytt 20.3.2010 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 13:53
ÆTTARMÓT
Það verður ættarmót !!!!!!!!!!
Helgina 9-11 júlí 2010 í Þjórsárveri Ég veit þið hafið skoðun á þessu svo komið nú með athugasemdir svo ég viti að þið eruð á lífi. Annars bara að taka helgina STRAX frá.
ykkar frænka Ragna Valdís (Fjólu og Ella dóttir)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2010 | 13:55
Ættarmót í sumar
Kæru ættingjar það var komin tími á að við kæmum okkur upp nútíma háttum ættin og þessvegna stofnuðum við þessa bloggsíðu í tengslum við ættarmótið sem er framundan og bara yfrihöfuð fyrir ættarahugasemdir hverjar svo sem þær eru. Velkomin á BLOGGIÐ Ég vil hvetja ykkur til að koma hér með allar þær athugasemdir sem ykkur dettur í hug varðandi ættina sem slíka en auðvitað fallegar ekki þarf nú að taka það fram, þó við þurfum alls ekki að vera sammála um hlutina
Fyrirhugað er að halda ættarmót í sumar júlímánuði. Afkomendur mun fá bréf sent á næstu vikum með nánari upplýsingum og mun það bréf einnig verða birt hér. Það sem þið þurfið að gera nú er að byrja á að láta ykkur hlakka til mótsins og vera jákvæð gangvart þessu. Þetta er jú magnað tækifæri til að hitta skemmtilegt fólk sem í þokkabót er skilt manni
Njótið lífsins kæru ættingjar þar til næst
fyrir hönd síðunnar
Ragna Valdís (Fjólu og Ella dótrtir fyrir þá sem ekki vita)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)