1.2.2010 | 13:55
Ættarmót í sumar
Kæru ættingjar það var komin tími á að við kæmum okkur upp nútíma háttum ættin og þessvegna stofnuðum við þessa bloggsíðu í tengslum við ættarmótið sem er framundan og bara yfrihöfuð fyrir ættarahugasemdir hverjar svo sem þær eru. Velkomin á BLOGGIÐ Ég vil hvetja ykkur til að koma hér með allar þær athugasemdir sem ykkur dettur í hug varðandi ættina sem slíka en auðvitað fallegar ekki þarf nú að taka það fram, þó við þurfum alls ekki að vera sammála um hlutina
Fyrirhugað er að halda ættarmót í sumar júlímánuði. Afkomendur mun fá bréf sent á næstu vikum með nánari upplýsingum og mun það bréf einnig verða birt hér. Það sem þið þurfið að gera nú er að byrja á að láta ykkur hlakka til mótsins og vera jákvæð gangvart þessu. Þetta er jú magnað tækifæri til að hitta skemmtilegt fólk sem í þokkabót er skilt manni
Njótið lífsins kæru ættingjar þar til næst
fyrir hönd síðunnar
Ragna Valdís (Fjólu og Ella dótrtir fyrir þá sem ekki vita)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.